Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll
Miðvikudagur 4. júlí 2007 kl. 17:40

Fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll

Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll jókst um 7,2% á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Flugvélum í almennu flugi fjölgaði um 13% en viðkoma herflugvéla hefur minnkað um 45%.

 

Hluti þess skýrist af brottför varnarliðsins en nokkuð var jafnan um millilandaflug því tengdu. Farþegafjöldi jókst á sama tíma um 8,5% eða úr 240 þúsund í 257 þúsund og vöruflutningar um 3,4%.

 

Tíu flugfélög stunda farþegaflug á Keflavíkurflugvelli í sumar og þrjú félög annast vöruflutninga. Auk þess er nokkuð um að erlendar vöruflutningaflugvélar hafi þar viðkomu.

 

Af vef Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli

 

Loftmynd/Oddgeir Karlsson - Tekin sl. mánudag, 2. júlí 2007

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024