Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölgar í Frístundaskólanum
Föstudagur 27. ágúst 2004 kl. 15:02

Fjölgar í Frístundaskólanum

Tæplega 160 börn eru skráð í Frístundaskólann í Reykjanesbæ á þessari haustönn og eru það rúmlega 20% fleiri börn en voru í skólanum á síðasta skólaári. Búast má við  enn frekari fjölgun, þar sem foreldrar eru enn að skrá börnin sín.

Frístundaskólinn er fyrir börn í 1.- 4. bekk grunnskólans og er Frístundaskóli rekinn í öllum fjórum grunnskólunum.

Flest börnin koma úr 1. og 2. bekk en einnig úr 3. og 4. bekk þó þau séu mun færri.

Frístundaskólinn er fjölmennastur í Heiðarskóla en þar eru skráð rúmlega 50 börn, í Myllubakkaskóla um 40, en örlítið færri í Holtaskóla og Njarðvíkurskóla.

Frístundaskólinn er opinn frá 13 -17:00 virka daga. Hjá Frístundaskólanum starfa 12 manns í hlutastarfi, auk tveggja umsjónarmanna sem eru Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir og Jón Marinó Sigurðsson.

Menningar,íþrótta-og tómstundaskrifstofa sér um rekstur skólans og  verkefnisstjóri hans er Ragnar Örn Pétursson forvarnar-og æskulýðsfulltrúi.

Vefur Reykjanesbæjar greinir frá þessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024