Fjölgar hratt í sóttkví á Suðurnesjum
Alls eru 94 einstaklingar á Suðurnesjum í sóttkví, samkvæmt nýjum upplýsingum á vef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Fjórir eru smitaðir af kórónavírusnum sem valdið getur COVID-19.
Fyrr í dag var 51 í sóttkví og því hefur hópurinn nær tvöfaldast í dag.