Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölgaði um einn!
Föstudagur 9. október 2015 kl. 10:29

Fjölgaði um einn!

Íbúar Sveitarfélagsins Voga eru orðnir 1140 talsins og hefur fjölgað um einn í þessari viku.

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, heldur úti vikulegu fréttabréfi þar sem m.a. er fylgst með mannfjöldaþróun í sveitarfélaginu. Íbúum í Vogum hefur verið að fjölga á þessu ári en í fyrra nefndi bæjarstjóri að hugsanlega þyrfti að efna til ástarviku í bænum til að fjölga íbúum. Bæjarbúar hafa tekið ákallinu, því bæjarbúum hefur síðan þá fjölgað jafnt og þétt.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024