Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölga mælitækjum á landrissvæðinu
Föstudagur 10. nóvember 2023 kl. 09:19

Fjölga mælitækjum á landrissvæðinu

Sérfræðingar Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskólans unnu í sameiningu að uppsetningu á fleiri GPS mælistöðvum í nágrenni Grindavíkur og Þorbjarnar í síðdegissólinni í gær. Ef kvika færi að brjóta sér leið til yfirborðs ætti að mælast skyndileg þensla á yfirborði á GPS mælum samhliða grynnkandi skjálftavirkni. Með fjölgun GPS mæla fæst skýrari mynd af hegðun kvikuinnskotsins við Þorbjörn, segir á fésbókarsíðu Veðurstofu Íslands, þar sem meðfylgjandi mynd var birt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024