Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjöldi umferðarlagabrota í gær
Föstudagur 25. júní 2004 kl. 09:40

Fjöldi umferðarlagabrota í gær

Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af fjölda ökumanna í gærdag vegna umferðarlagabrota. Einn ökumaður var stöðvaður þar sem hann ók á móti rauðu ljósi, einn var ekki með öryggisbelti, sex ökumenn voru kærðir fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað og einn var stöðvaður fyrir að keyra á negldum hjólbörðum. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir að aka á móti rauðu ljósi og annar fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu. Einn ökumaður með kerru var stöðvaður þar sem farmur kerrunnar stóð langt aftur án merkinga, auk þess sem kerran var ekki með ljós.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur, annar á Grindavíkurvegi þar sem hraði hans mældist 112 km og hinn í Njarðvík þar sem hann mældist á 52 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024