Fjöldi þeirra sem klára 30 mánaða bótarétt áhyggjuefni
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ í lok janúar samkvæmt skráningum Vinnumálastofnunar stóð í stað á milli mánaða. Þannig voru 2.717 skráðir í atvinnuleit og 352 á hlutabótaleið.
„Eftir sem áður er fjöldi þeirra sem klára 30 mánaða bótarétt áhyggjuefni og mikilvægt að sá tími verði lengdur,“ segir í fundargerð frá fundi menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, sem haldinn var 19. febrúar sl.