Fjöldi ökumanna kærður fyrir umferðarlagabrot
Fjörtíu og átta ökumenn voru kærðir af lögreglunni í Keflavík í gær vegna ýmissa umferðarlagabrota. Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni klukkan sjö í gærmorgun. Mældist hraði bifreiðarinnar 119 km þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Ökumaður bifreiðar var kærður fyrir að aka hægra megin framúr annarri bifreið á Reykjanesbraut með því að nota vegaröxlina. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að tala í farsíma við aksturinn. Níu ökumenn og einn farþegi voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn. Eignaspjöll voru unnin á bifreið sem lagt hafði verið á vegaröxl á Reykjanesbraut og var búið að brjóta tvær rúður í bifreiðinni. Eigendur fimm bifreiða voru kærðir fyrir að leggja bifreiðunum þar sem bannað var að leggja þeim.
Ökumaður bifreiðar var kærður fyrir að aka hægra megin framúr annarri bifreið á Reykjanesbraut með því að nota vegaröxlina. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að tala í farsíma við aksturinn. Níu ökumenn og einn farþegi voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn. Eignaspjöll voru unnin á bifreið sem lagt hafði verið á vegaröxl á Reykjanesbraut og var búið að brjóta tvær rúður í bifreiðinni. Eigendur fimm bifreiða voru kærðir fyrir að leggja bifreiðunum þar sem bannað var að leggja þeim.