Fjöldi mannabeina fannst í grunni
Fjöldi mannabeina fannst í morgun í grunni Útskálakirkju. Gagngerar endurbætur standa yfir á kirkjunni og hefur gólf hennar verið tekið upp af þeim sökum. Iðnaðarmenn urðu beinanna varir í morgun þegar þeir voru við störf í kirkjunni. Fulltrúar frá Fornleifavernd ríkisins vinna nú við uppgröft í grunninum og hefur fjöldi beina komið í ljós við það.
Athygli vekur að beinin eru öll smágerð, stærri bein eins og lærleggir hafa ekki komið í ljós en sem bendir til þess að grafirnir hafi verið færðar þegar kórbak kirkjunnar var síðar stækkað. Ekki er óhugsandi að hluti beinanna geti verið jarðneskar leifar 42ja sjómanna sem fórust í miklum skipskaða við Garðskaga árið 1685.
Myndir: V-Fornleifafræðingarnir Kristinn Magnússon og Agnes Stefánsdóttir við störf í grunni Útskálakirkju í morgun.
H-Beinunum sem finnast er safnað í þennan kassa og eins og sjá má er fjöldi þeirra all nokkur.
VF-myndir: elg