Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjöldi höfrunga við landsteinana
Föstudagur 16. janúar 2009 kl. 09:12

Fjöldi höfrunga við landsteinana



Hnýðingar, sem er algeng höfrungategund við suðvestanvert landið, hafa haldið til í Stakksfirði síðustu daga. Þar má sjá þá tugum saman skammt undan landi en líklega eru þeir að elta uppáhaldsmatinn sinn, síldina.

Hnýðingar eiga það til að bregða á leik með tilkomumiklum stökksýningum og náði Hilmar Bragi Bárðarson, kvikmyndatökumaður VF, einni slíkri sýningu á myndband þegar hann var á ferð við Vatnsnesvita fyrr í vikunni að fylgjast með hvölunum. Myndirnar má sjá í myndbandasafniu hér til hliðar á vefnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef hvalirnar halda sig áfram á þessum slóðum er um að  gera að fá sér heilsubótargöngu eftir nýja göngustígnum meðfram sjávarsíðunni og fylgjast með þeim.

VFmynd/elg - Hnýðingur á ferð við Vatnsnes. Skarfurinn lætur sér fátt um finnast við þennan óvænta gest.