Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjöldi gistiheimila til sölu í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 19. janúar 2017 kl. 11:26

Fjöldi gistiheimila til sölu í Reykjanesbæ

- það dýrasta á 200 milljónir

Nú virðist vera rétti tíminn til þess að fara í gistihúsarekstur í Reykjanesbæ. Ef eitthvað er að marka fasteignavefina en alls eru sex gistiheimili til sölu í bæjarfélaginu um þessar mundir. Um er að ræða gistiheimili af öllum stærðum og gerðum, allt frá tæplega 1000 fermetra rými niður í um 200 fermetra og kosta hýbýlin á bilinu 200 til 44 milljónir. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um öll gistiheimilin.


BB Guesthouse Hringbraut 92 Keflavík
200.000.000 kr.
546.4 fm.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í umsögn um eignina segir m.a.:

„Gistiheimili til sölu ásamt 101,8 fm íbúð samtengda gistiheimilinu. Ásamt óinnréttuðu rými teiknað fyrir fimm herbergi með baði þá samtals 19 herbergi. Langar þig að starfa sjálfstætt og taka þátt í ferðamannaiðnaðinum. Frábært tækifæri, þar sem ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Eftirspurn eftir gistingu gríðarleg og eykst með hverjum deginum. Gistiheimili: sem er staðsett í miðbæ Keflavíkur í 3 km fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.“

Aðalgata 10 Keflavík
120.000.000 kr.
Eignin er skráð 407 fm.

Í umsögn um eignina segir m.a.:

„A10 er vandað þriggja stjörnu gistiheimili við Aðalgötu 10 í Reykjanesbæ. 11 herbergi sem eru innréttuð smekklega og á mjög vandaðan hátt.“

Sólvallagata 11 Keflavík
65.000.000 kr.
Eignin er skráð 359 fm.

Í umsögn um eignina segir m.a.:

„Gistiheimili og einbýli á tveimur hæðum við Sólvallagötu í Reykjanesbæ sem rekið er heimagisting í húsinu. Laus við kaupsamning.“

Sjávargata 28 Njarðvík
61.000.000 kr.
Eignin er skráð 213,7 fm.

Í umsögn um eignina segir m.a.:

„Glæsilegt einbýlishús þar sem rekin er heimagisting. Eignin er skráð 213,7 fm en töluvert er af óskráðum fermetrum, m.a. í risi og kjallara. Alls eru sex svefnherbergi í húsinu. Heimagistingin sem rekin er í húsinu er með framúrskarandi einkunn á Booking.com og Tripadvisor og því fylgir eigninni mikil viðskiptavild. Frábært viðskiptatækifæri! Gistirými fyrir 16 manns í húsinu. Öll herbergin eru innréttuð með sérstakt þema í huga. Mikið hefur verið lagt í endurnýjun og uppbyggingu eignarinnar bæði innan og utanhúss.“

 


Þórustígur 7 Njarðvík
44.000.000 kr.
Eignin er skráð 243,3 fm.

Í umsögn um eignina segir m.a.:

„Til sölu bæði rekstur og húsnæði fullbúins gistiheimilis. Spennandi tækifæri sem býður upp á mikla möguleika. Um er að ræða 9 herbergja einbýli á þremur hæðum. Húsið er vel staðsett með tilliti til komu-og brottfarafarþega í gegnum Keflavíkurflugvöll. Bókanir gistiheimilisins hafa farið fram í gegnum bókunarsíður og var bókunarhlutfallið fyrir árið sumarið 2015 var um 90%. Hluti af herbergjunum hafa verið leigð út í langtímaleigu yfir vetrartímann og eru herbergin því nýtt allan ársins hring.“

 


Tjarnabraut 24 Njarðvík
Tilboð
927,4 fm. atvinnuhúsnæði á 2.hæð.

Í umsögn um eignina segir m.a.:

„Húsið er skráð sem gistihúsnæði. Á 2. hæð er gert er ráð fyrir 24 gistiherbergjum, anddyri, þvottaaðstöðu, snyrtingum og setustofu. Húsið að utan og bílastæðin frágengin. Möguleiki á að kaupa húsnæðið eins og það er í dag eða fullbúið.“