Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjöldi gáma án stöðuleyfis í Suðurnesjabæ
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 16:25

Fjöldi gáma án stöðuleyfis í Suðurnesjabæ

Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar hefur falið umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins að senda bréf á þá aðila sem eru með gáma eða sambærilega lausafjármuni án stöðuleyfa í sveitarfélaginu og gera þeim að fjarlægja slíka lausafjármuni eða óska eftir leyfi, sé rík ástæða fyrir staðsetningu þeirra.

Í samantekt frá umhverfisfulltrúa um fjölda gáma og sambærilegra lausafjármuna kom í ljós að mikill fjöldi er án stöðuleyfa í Suðurnesjabæ, segir í fundargerð framkvæmda- og skipulagsráðs. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024