Fjöldi barnaverndarmála eykst
Árið 2002 voru skráð 202 barnaverndarmál hjá Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar sem er mikil fjölgun frá árinu áður en þá voru skráð mál 181. Síðastliðinn áratug hefur almennum barnaverndarmálum fjölgað en fjöldi fósturmála hefur verið svipaður sl. 3 ár og ekki er mikil breyting á fjölda umsagnarmála.Þetta kemur fram í skýrslu Fjölskyldu- og félagsþjónustu um fjölda barnaverndarmála hjá Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar 2002 sem var lögð fyrir Barnaverndarnefnd þann 20. janúar sl.
Þegar málin eru flokkuð niður kemur í ljós að unglingamál voru 33, rágjöf 21, vímuefnaneysla foreldra 31, seinfærir foreldrar 17, atferlistrufluð börn 18, ofbeldi (annað en kynferðisl.) 4, kynferðisbrotamál 24 og vanræksla/vangeta foreldra 54. Á árinu lauk 81 af þessum málum og 9 fluttu úr sveitarfélaginu.
Auk þessa voru 5 umgengnisdeilumál til meðferðar hjá nefndinni og lauk 3 á árinu. Eitt ættleiðingarmál var til meðferðar og var afgreitt á árinu og nefndin gerði tvær umsagnir um hæfni fósturforeldra og eftirfylgni vegna ættleiðingarmáls.
Í fóstri á vegum nefndarinnar voru 23 börn og en þar af voru 3 börn í tímabundnu fóstri. Tvö börn voru í langtímameðferð á heimilum á vegum Barnaverndarstofu.
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Þegar málin eru flokkuð niður kemur í ljós að unglingamál voru 33, rágjöf 21, vímuefnaneysla foreldra 31, seinfærir foreldrar 17, atferlistrufluð börn 18, ofbeldi (annað en kynferðisl.) 4, kynferðisbrotamál 24 og vanræksla/vangeta foreldra 54. Á árinu lauk 81 af þessum málum og 9 fluttu úr sveitarfélaginu.
Auk þessa voru 5 umgengnisdeilumál til meðferðar hjá nefndinni og lauk 3 á árinu. Eitt ættleiðingarmál var til meðferðar og var afgreitt á árinu og nefndin gerði tvær umsagnir um hæfni fósturforeldra og eftirfylgni vegna ættleiðingarmáls.
Í fóstri á vegum nefndarinnar voru 23 börn og en þar af voru 3 börn í tímabundnu fóstri. Tvö börn voru í langtímameðferð á heimilum á vegum Barnaverndarstofu.
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.