Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjöldahjálparstöð opnuð í Reykjanesbæ
Mánudagur 19. desember 2022 kl. 10:36

Fjöldahjálparstöð opnuð í Reykjanesbæ

Í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurnesjum kemur fram að Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þá kemur fram að „þangað geta allir leitað sem hafa ekki í nein hús að venda eða hafa orðið veðurtepptir.“

Lögreglan tekur fram að Reykjanesbrautin sé lokuð allri umferð og að fylgdarakstri hefur verið hætt. Hún biðlar til fólks að halda sig heima og virða allar þær lokanir sem hafa verið settar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024