Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjölbýli með allt að 36 íbúðum að Vallargötu 9–11
Svona er hugmynd JeES arkitekta um uppbyggingu á reitnum.
Föstudagur 3. febrúar 2023 kl. 07:10

Fjölbýli með allt að 36 íbúðum að Vallargötu 9–11

JeES arkitektar ehf. f.h. lóðarhafa óska eftir að heimild til að vinna breytingu á deiliskipulagi Reykjanesbæjar vegna reitsins Vallargata 7–11 sem afmarkast af Vallargötu, Aðalgötu og Klapparstíg.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs er fagnað mögulegri uppbyggingu á þessum mikilvæga reit. Ráðið heimilar að unnin sé tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð krafa um skipulagslýsingu vegna þess að um er að ræða breytingu á deiliskipulagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áætlað er að færa núverandi hús á Vallargötu 9 á lóðina Vallargata 7 og reisa fjölbýli á Vallargötu 9–11 með allt að 36 íbúðum. Hæð fjölbýlishússins er að hámarki tvær hæðir með risi og bílakjallara. Öll bílastæði innan lóðar verða í bílakjallara, gestastæði er staðsett utan lóðar austanmegin við lóðina. Kirkjuvegur 10–14 mun hafa aðgengi að sameiginlegum garði Vallargötu 9–11, með mögulegum púttvelli.

Við Vallargötu og Aðalgötu er hugsanlegur möguleiki á tveggja til þriggja hæða byggingu í takt við aðlæga byggð við Kirkjuveg. Bílastæðum væri komið fyrir í bílageymslum neðanjarðar að hluta. Möguleiki á nýjum lóðum fyrir minni hús sem laga sig að eldra byggðarmynstri.