Fjölbreytt verk lögreglunnar
Störf lögreglumannsins eru fjölbreytt og öll ekkert mjög skemmtileg. Þannig var það verkefni tveggja lögregluþjóna í Keflavík að aflífa svartbak nú síðdegis. Fuglinn var illa vængbrotinn og bárust nokkrar tilkynningar á lögreglustöðina um ástand fuglsins og þurfti lögreglan að gera út tvo leiðangra í leit að dýrinu. Mávsi var nefnilega nokkuð fljótur til fótanna þar sem hann gat ekki flogið.Mávurinn endað lífdaga sína við Hólagötuna í Njarðvík og var hræinu komið til eyðingar hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.VF/Hilmar Bragi Bárðarson








