Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá í dag
Fjölbreytt dagskrá verður af tilefni Þjóðhátíðardags í dag í Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði og Grindavík.
Skrúðgangan í Reykjanesbæ leggur af stað frá Keflavíkurkirkju eftir skátaguðþjónustu sem hefst kl. 12.30. Kl. 14 hefst svo skipulögð dagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík, en einnig verður opið á öll söfn bæjarins. Skemmtidagskrá mun standa fram á kvöld.
Í Sandgerði og Garði hefjast hátíðarhöld kl. 14. Í Sandgerði verður dagskráin við Vörðuna, en við Íþróttamiðstöðina í Garðinum.
Í Grindavík hófst dagskráin með hátíðarguðþjónustu í morgun, en skrúðganga fer frá Saltfisksetrinu kl. 14. Margs konar atriði verða svo fram eftir degi og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.