Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá í dag
Þriðjudagur 17. júní 2008 kl. 11:49

Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá í dag

Fjölbreytt dagskrá verður af tilefni Þjóðhátíðardags í dag í Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði og Grindavík.

Skrúðgangan í Reykjanesbæ leggur af stað frá Keflavíkurkirkju eftir skátaguðþjónustu sem hefst kl. 12.30. Kl. 14 hefst svo skipulögð dagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík, en einnig verður opið á öll söfn bæjarins. Skemmtidagskrá mun standa fram á kvöld.

Í Sandgerði og Garði hefjast hátíðarhöld kl. 14. Í Sandgerði verður dagskráin við Vörðuna, en  við Íþróttamiðstöðina í Garðinum.

Í Grindavík hófst dagskráin með hátíðarguðþjónustu í morgun, en skrúðganga fer frá Saltfisksetrinu kl. 14. Margs konar atriði verða svo fram eftir degi og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024