Fjölbreytt framboð frístunda á Suðurnesjum
Fristundir.is er upplýsingavefur þar má finna allt framboð á frístundastarfi fyrir alla aldurshópa á Suðurnesjum. Þessa dagana er unnið að herferð sem snýr að því að láta vita af þeim ótal mörgu möguleikum sem í boði eru þegar kemur að frístundastarfi á Suðurnesjum.
Á frístundavefnum er hægt að skoða fjölbreytt framboð íþrótta og tómstunda eftir aldri og staðsetningu, upplýsingar um frístundastyrki og hugmyndir að skemmtilegum stöðum fyrir útivist og samveru. Samstarf milli sveitarfélaga hefur gengið mjög vel og er fólk hvatt til þess að koma efni á framfæri í gegnum sveitarfélögin og því verður bætt við á síðuna.