Fjölbreytt dagskrá Kaffihátíðar
Það er nóg um að vera í dag á kaffihátíð Reykjanesbæjar. Flestar verslanir í Reykjanesbæ verða opnar til klukkan 16 í dag og verða fjölmargar þeirra með tilboð sem tengjast kaffi og kaffimenningu. Spákona spáir í kaffibolla frá klukkan 11 til 16 í Betri líðan Hafnargötu 54 og frá 13 til 17 verður sumargallerý í Svarta Pakkhúsinu að Hafnargötu 2.
Opið hús verður allan daginn í Kaffitári að Stapabraut 7. Þar verður boðið uppá fræðslu um kaffiræktunarlönd og smökkun frá löndunum. Boðið upp á kalda kaffidrykki og ávaxtaköku með kaffiglassúr. Eitthvað spennandi verður einnig í boði fyrir börnin.
Klukkan 14 verður kaffismökkun með þekktum Suðurnesjamönnum. Þeir setjast saman yfir smökkunarborðinu og spá í nýjar kaffiuppskerur.
Klukkan 16 sýnir Ragnheiður brennslumeistari hvernig kaffi er brennt.
Um kvöldið halda Birta Rós Sigurjónsdóttir og félagar tónleika með áherslu á lög frá Suður Ameríku og Brasilíu.
Boðið verður uppá kaffikokteila og skemmtilega kaffidrykki. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Það ætti að vera Suðurnesjamönnum hvatning til að taka þátt í kaffihátíðinni að smeygja sér einhversstaðar inn og fá sér kaffibolla í veðrinu sem nú gengur yfir.
Opið hús verður allan daginn í Kaffitári að Stapabraut 7. Þar verður boðið uppá fræðslu um kaffiræktunarlönd og smökkun frá löndunum. Boðið upp á kalda kaffidrykki og ávaxtaköku með kaffiglassúr. Eitthvað spennandi verður einnig í boði fyrir börnin.
Klukkan 14 verður kaffismökkun með þekktum Suðurnesjamönnum. Þeir setjast saman yfir smökkunarborðinu og spá í nýjar kaffiuppskerur.
Klukkan 16 sýnir Ragnheiður brennslumeistari hvernig kaffi er brennt.
Um kvöldið halda Birta Rós Sigurjónsdóttir og félagar tónleika með áherslu á lög frá Suður Ameríku og Brasilíu.
Boðið verður uppá kaffikokteila og skemmtilega kaffidrykki. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Það ætti að vera Suðurnesjamönnum hvatning til að taka þátt í kaffihátíðinni að smeygja sér einhversstaðar inn og fá sér kaffibolla í veðrinu sem nú gengur yfir.