Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjölbreytt dagskrá á Frístundahelgi
Laugardagur 15. maí 2004 kl. 11:51

Fjölbreytt dagskrá á Frístundahelgi

Það verður mikið um að vera á Sumarhátíð 88 hússins í tengslum við Frístundahelgi í Reykjanesbæ, en á planinu framan við húsið verður bílasýning, bifhjólasýning, paintball, hjólabrettapallar, trúðar og leiktæki. KFUM og K verða með sína færanlegu starfsstöð á svæðinu sem er tveggja hæða breskur strætisvagn.

Inni í 88 húsinu verður flugmódelsýning frá Flugmódelfélagi Suðurnesja og einnig verður flughermir á staðnu. Kynning verður á pílukasti og lan mót fer fram í 88 húhsinu. Um kvöldið verður Eurovision á breiðtjaldi.

Ókeypis aðgangur er að bátasýningu Gríms í DUUS-húsum og að listasafninu þar sem Margrét Jónsdóttir listmálari sýnir þrívíddarmyndir.
Byggðasafnið í Innri-Njarðvík er opið frá 11 til 17 í dag.
Í Svarta pakkhúsinu er opið hús hjá félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ og er húsið opið frá 13 til 16.
Gestir geta heimsótt Rúnar Júlíusson í upptökuheimil Geimsteins að Skólavegi 12. Þar er opið frá 10 til 14.

Í Íþróttahúsi Heiðarskóla er Íþróttafélagið Nes með kynningu á borðtennsi frá 15 til 18. Jóhann R. Kristjánsson einn besti borðtennisleikar landsins og ólympíufari verður á staðnum og leiðbeinir.

Í dag verður opið hús hjá Skátafélaginu Heiðabúum þar sem skátar sýna frá starfi sínu í vetur. Þar er opið frá 13 til 18.

Myndin: Tveggja hæða strætó frá KFUM og K fyrir utan 88 húsið. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Sjá dagskrá hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024