FJÖLBREYTT DAGSKRÁ
Dagur símenntunar var haldinn um land allt laugardaginn 28. ágúst sl. Tilgangurinn var að vekja athygli á menntun sem æviverki og sem fjárfestingu til framtíðar sem getur bætt afkomu einstaklinga, fyrirtækja og samfélagsins í heild. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, MSS, sá um dagskrá hér á svæðinu sem hófst á landsvísu með fjarfundi í Verslunarháskólanum í Reykjavík. Dagur símenntunar var svo haldinn með lifandi dagskrá í Reykjanesbæ, Sandgerði, Grindavík og hjá Hitaveitunni og í Bláa Lóninu frá kl 13 til 17. Að sögn Skúla Thoroddsens, forstöðumanns MSS sem sá um framkvæmd dagsins hér Suðurnesjum ,,tókst Dagur símenntunar vel en aðsókn hefði mátt vera meiri á öllum stöðunum. Sérstakelga var það ánægjulegt að Hitaveitan, Bláa Lónið og Samkaup skyldu hafa haft eigin dagskrá”. Í Kjarna var lifandi tónlist sem léttsveit Tónlistaskólans sá um. Þar var ljúffengt ávaxtaborð á boðstólnum og kynning á nýjum heilsusamlegum ávaxtadrykkjum á vegum Samkaupa. Auk þess gátu gestir rætt símenntun og sumir notuðu tækifærið til að skrá sig á námskeið hj MSS og Tölvuskólanum eða kíktu á Internetið og litu við á Bókasafninu.