Fjölbreytt atvinnulíf á Suðurnesjum
„Mörg fyrirtæki gera ekki miklar kröfur til menntunar starfsmanna sinna“, segir Ketill G. Jósefsson
Atvinnuleysi er ekki mikið á Suðurnesjum í dag að sögn Ketils G. Jósefssonar, forstöðumanns Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja. Þó er ákveðinn hópur fólks sem kemur inn árstíðabundið og staldrar við um ákveðinn tíma. Þar er um að ræða ófagmenntað fólk sem hefur lokið skyldunámi en ekki haldið áfram námi einhverra hluta vegna. Fleiri konur en karlar sem eru á atvinnuleysisskrá. Ketill nefnir sérstaklega ungar konur sem eru að eignast börn og koma upp heimili auk kvenna sem eru búnar að koma börnunum á legg og fá síðan enga vinnu þegar þær fara aftur út á vinnumarkaðinn.
Auknar kröfur
„Vinnuumhverfið er alltaf að verða fjölbreyttara og stærra. Ýmis konar iðnaður, verslun og þjónusta hafa aukist hin síðustu ár og aukin eftirspurn eftir menntuðu vinnuafli hefur aukist til muna“, segir Ketill. „Í þessu tækni- og upplýsingasamfélagi sem við búum við eru kröfur til fólks sífellt að aukast bæði er varðar þekkingu og reynslu. Áður var krafan sú að maður fór í nám og lærði eitthvað ákveðið og starfaði síðan við það til langs tíma án mikilla breytinga. Í dag eru breytingar örar og það sem maður lærir í dag gildir ekki í eins langan tíma og áður og maður þarf sífellt að skoða og meta starfið í sambandi við nýjungar og þróun sem eiga sér stað.“
Samfara þessum breytingum á vinnumarkaði og auknum kröfum, eykst námsframboð stöðugt, sérstaklega styttra nám sem er 1-2 ár í stað 3-4 ára eins og áður. Nú er einnig meira úrval af námskeiðum sem gefa fagmenntuðu fólki kost á að halda sér við í greininni og bæta við sig ef því er að skipta. Fólk með litla menntun á líka meiri möguleika en áður að fara á námskeið sem gefur því ákveðin starfsréttindi.
„Fyrirtæki og stofnanir eru sífellt að feta sig áfram í aukinni samkeppni og til að ná meiri árangri. Þau eru að vakna til vitundar hvernig eigi að bera sig að. Má þar nefna tilkomu náms- og starfsráðgjafa sem aðstoða við að þarfagreina innan þeirra hvar skóinn kreppir að og hvað hægt er að gera til hagræðingar og úrbóta“, segir Ketill.
Mikil uppbygging
Atvinnulíf á SV-horninu er mun fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar að sögn Ketils. „Nálægðin við höfuðborgarsvæðið hefur eitthvað að segja svo og flugvallarsvæðið og sú mikla orka sem við höfum yfir að ráða í iðrum jarðar auk fengsælla fiskimiða ekki langt undan landi.
Okkur vantar fleiri fyrirtæki til að fjárfesta hér um slóðir og sjálfsagt ættum við einnig að vera ötulli við að koma sjálf með hugmyndir og safna fjármagni til að hrinda þeim í framkvæmd. Með áræðni og þrautseigju er hægt að gera hina ótrúlegustu hluti. Þannig hafa t.d. sveitarfélögin á Suðurnesjum unnið vel og dyggilega saman að ýmsum verkefnum sem hafa skilað okkur vel á ýmsum sviðum. Hitaveita Suðurnesja er eitt stórvirkið, heilsugæsla, brunavarnir, skólamál er annað svo eitthvað sé nefnt. Það eru rekin öflug fyrirtæki á svæðinu í margskonar iðnaðarframleiðslu og framleiða gæða vörur sem við getum verið stolt af. Má þar nefna glugga, hurðir, innréttingar, ofna, kælitæki, þvotta- og hreinsiefni, sósur og ídýfur auk matvælaframleiðslu bæði í kjöti og fiski.“
Eru Suðurnesin láglaunasvæði?
Laun á Suðurnesjum eru ekki há miðað við höfuðborgarsvæðið og Ketill telur það eiga sér ýmsar skýringar. „Þegar talað er um Suðurnesin sem láglaunasvæði þá held ég að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir hvað veldur. Ein skýringin er sú að láglaunað starf krefst ekki eins mikillar menntunar og betur launað starf. Það verður að segjast eins og er, að mörg fyrirtæki gera ekki miklar kröfur til menntunar starfsmanna sinna og sama er að segja um heimilin. Einnig finnst mér við enn skammt á veg komin í sambandi við jafnrétti til launa. Önnur skýring er líka sú að ýmis hátækniiðnaður svo sem í tölvu- og upplýsingatækni og lífefnaiðnaði hefur átt erfitt uppdráttar vegna skorts á fagmenntuðu vinnuafli. Foreldrar bera þá ábyrgð að skila barninu sem þau fá aðeins að láni í takmarkaðan tíma frá sér sem ábyrgum og sjálfstæðum einstaklingi út í lífið. Þar skiptir máli að við sem uppalendur komum því inn hjá afkomendum okkar að nám er fjárfesting og styrkir sjálfsmyndina, gerir viðkomandi að hæfari einstaklingi. Fyrirtæki og skólar mættu starfa betur saman að uppbyggingu menntunar en gert er. Þar bendi ég til dæmis á verkmenntun eins og smíðar, múrverk, pípulagningar, rafvirkjun og vélvirkjun.“
Umsóknum ekki svarað
Ketill segir starfsmöguleika fagmenntaðs fólk vera nokkuð góða og fara batnandi með stækkun fyrirtækja og stofnana auk tilkomu nýrra fyrirtækja. „Þeir sem fá ekki vinnu á svæðinu sækja hana til höfuðborgarsvæðisins sem er ekki lengri vegalend en gengur og gerist erlendis.“
Fólk kvartar stundum yfir því að atvinnurekendur skili ekki atvinnuumsóknum til baka þegar búið er að ráða í auglýst starf. Þar er oft um að ræða upplýsingar sem koma aðeins viðkomandi einstaklingi við og eiga ekki að fara lengra. Því er mikilvægt að atvinnurekendur sýni þá virðingu og sóma að senda atvinnuumsókn til baka þegar búið er að ráða í starfið. Ketill segir að fyrirtæki og stofnanir verði að taka sig á í þessum efnum. „Það kemur mér á óvart hve mörg fyrirtæki láta sig litlu varða að svara öllum umsóknum sem berast og skila aftur til baka þeim umsóknum sem koma inn vegna atvinnutilboða. Úr þessu þarf að bæta og það minnsta sem atvinnurekandi getur gert er að þakka viðkomandi fyrir að senda inn umsókn og sýna fyrirtækinu áhuga. Einnig eru mörg fyrirtæki og einstaklingar sem enn eru að auglýsa eftir starfskrafti og biðja um að umsóknir um starfið verði sendar inn á ákveðinn stað í stað þess að auglýsa undir nafni og heimilisfangi.“
Atvinnuleysi er ekki mikið á Suðurnesjum í dag að sögn Ketils G. Jósefssonar, forstöðumanns Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja. Þó er ákveðinn hópur fólks sem kemur inn árstíðabundið og staldrar við um ákveðinn tíma. Þar er um að ræða ófagmenntað fólk sem hefur lokið skyldunámi en ekki haldið áfram námi einhverra hluta vegna. Fleiri konur en karlar sem eru á atvinnuleysisskrá. Ketill nefnir sérstaklega ungar konur sem eru að eignast börn og koma upp heimili auk kvenna sem eru búnar að koma börnunum á legg og fá síðan enga vinnu þegar þær fara aftur út á vinnumarkaðinn.
Auknar kröfur
„Vinnuumhverfið er alltaf að verða fjölbreyttara og stærra. Ýmis konar iðnaður, verslun og þjónusta hafa aukist hin síðustu ár og aukin eftirspurn eftir menntuðu vinnuafli hefur aukist til muna“, segir Ketill. „Í þessu tækni- og upplýsingasamfélagi sem við búum við eru kröfur til fólks sífellt að aukast bæði er varðar þekkingu og reynslu. Áður var krafan sú að maður fór í nám og lærði eitthvað ákveðið og starfaði síðan við það til langs tíma án mikilla breytinga. Í dag eru breytingar örar og það sem maður lærir í dag gildir ekki í eins langan tíma og áður og maður þarf sífellt að skoða og meta starfið í sambandi við nýjungar og þróun sem eiga sér stað.“
Samfara þessum breytingum á vinnumarkaði og auknum kröfum, eykst námsframboð stöðugt, sérstaklega styttra nám sem er 1-2 ár í stað 3-4 ára eins og áður. Nú er einnig meira úrval af námskeiðum sem gefa fagmenntuðu fólki kost á að halda sér við í greininni og bæta við sig ef því er að skipta. Fólk með litla menntun á líka meiri möguleika en áður að fara á námskeið sem gefur því ákveðin starfsréttindi.
„Fyrirtæki og stofnanir eru sífellt að feta sig áfram í aukinni samkeppni og til að ná meiri árangri. Þau eru að vakna til vitundar hvernig eigi að bera sig að. Má þar nefna tilkomu náms- og starfsráðgjafa sem aðstoða við að þarfagreina innan þeirra hvar skóinn kreppir að og hvað hægt er að gera til hagræðingar og úrbóta“, segir Ketill.
Mikil uppbygging
Atvinnulíf á SV-horninu er mun fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar að sögn Ketils. „Nálægðin við höfuðborgarsvæðið hefur eitthvað að segja svo og flugvallarsvæðið og sú mikla orka sem við höfum yfir að ráða í iðrum jarðar auk fengsælla fiskimiða ekki langt undan landi.
Okkur vantar fleiri fyrirtæki til að fjárfesta hér um slóðir og sjálfsagt ættum við einnig að vera ötulli við að koma sjálf með hugmyndir og safna fjármagni til að hrinda þeim í framkvæmd. Með áræðni og þrautseigju er hægt að gera hina ótrúlegustu hluti. Þannig hafa t.d. sveitarfélögin á Suðurnesjum unnið vel og dyggilega saman að ýmsum verkefnum sem hafa skilað okkur vel á ýmsum sviðum. Hitaveita Suðurnesja er eitt stórvirkið, heilsugæsla, brunavarnir, skólamál er annað svo eitthvað sé nefnt. Það eru rekin öflug fyrirtæki á svæðinu í margskonar iðnaðarframleiðslu og framleiða gæða vörur sem við getum verið stolt af. Má þar nefna glugga, hurðir, innréttingar, ofna, kælitæki, þvotta- og hreinsiefni, sósur og ídýfur auk matvælaframleiðslu bæði í kjöti og fiski.“
Eru Suðurnesin láglaunasvæði?
Laun á Suðurnesjum eru ekki há miðað við höfuðborgarsvæðið og Ketill telur það eiga sér ýmsar skýringar. „Þegar talað er um Suðurnesin sem láglaunasvæði þá held ég að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir hvað veldur. Ein skýringin er sú að láglaunað starf krefst ekki eins mikillar menntunar og betur launað starf. Það verður að segjast eins og er, að mörg fyrirtæki gera ekki miklar kröfur til menntunar starfsmanna sinna og sama er að segja um heimilin. Einnig finnst mér við enn skammt á veg komin í sambandi við jafnrétti til launa. Önnur skýring er líka sú að ýmis hátækniiðnaður svo sem í tölvu- og upplýsingatækni og lífefnaiðnaði hefur átt erfitt uppdráttar vegna skorts á fagmenntuðu vinnuafli. Foreldrar bera þá ábyrgð að skila barninu sem þau fá aðeins að láni í takmarkaðan tíma frá sér sem ábyrgum og sjálfstæðum einstaklingi út í lífið. Þar skiptir máli að við sem uppalendur komum því inn hjá afkomendum okkar að nám er fjárfesting og styrkir sjálfsmyndina, gerir viðkomandi að hæfari einstaklingi. Fyrirtæki og skólar mættu starfa betur saman að uppbyggingu menntunar en gert er. Þar bendi ég til dæmis á verkmenntun eins og smíðar, múrverk, pípulagningar, rafvirkjun og vélvirkjun.“
Umsóknum ekki svarað
Ketill segir starfsmöguleika fagmenntaðs fólk vera nokkuð góða og fara batnandi með stækkun fyrirtækja og stofnana auk tilkomu nýrra fyrirtækja. „Þeir sem fá ekki vinnu á svæðinu sækja hana til höfuðborgarsvæðisins sem er ekki lengri vegalend en gengur og gerist erlendis.“
Fólk kvartar stundum yfir því að atvinnurekendur skili ekki atvinnuumsóknum til baka þegar búið er að ráða í auglýst starf. Þar er oft um að ræða upplýsingar sem koma aðeins viðkomandi einstaklingi við og eiga ekki að fara lengra. Því er mikilvægt að atvinnurekendur sýni þá virðingu og sóma að senda atvinnuumsókn til baka þegar búið er að ráða í starfið. Ketill segir að fyrirtæki og stofnanir verði að taka sig á í þessum efnum. „Það kemur mér á óvart hve mörg fyrirtæki láta sig litlu varða að svara öllum umsóknum sem berast og skila aftur til baka þeim umsóknum sem koma inn vegna atvinnutilboða. Úr þessu þarf að bæta og það minnsta sem atvinnurekandi getur gert er að þakka viðkomandi fyrir að senda inn umsókn og sýna fyrirtækinu áhuga. Einnig eru mörg fyrirtæki og einstaklingar sem enn eru að auglýsa eftir starfskrafti og biðja um að umsóknir um starfið verði sendar inn á ákveðinn stað í stað þess að auglýsa undir nafni og heimilisfangi.“