Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Fréttir

Fjölbrautaskóli Suðurnesja þriðja besta stofnun ársins
Fjölbrautaskóli Suðurnesja lenti í 3. sæti stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri. Mynd af Facebook-síðu FS.
Föstudagur 12. maí 2017 kl. 13:41

Fjölbrautaskóli Suðurnesja þriðja besta stofnun ársins

Fjölbrautaskóli Suðurnesja lenti í þriðja sæti í könnuninni um Stofnun ársins 2017. Skólinn er í hópi stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri. Stéttarfélag í almannaþjónustu, SFR, stóð fyrir könnuninni og voru niðurstöðurnar kynntar í vikunni. Lögreglan á Suðurnesjum lenti í 83. sæti sem er það fjórða neðsta hjá stofnunum með 50 starfsmenn eða fleiri. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum hafnaði í 43. sæti, sem er þriðja neðsta, í flokki stofnana með 20 til 49 starfsmenn.

Könnunin er gerð með þeim hætti að spurningalisti er lagður fyrir startfsfólk um 200 stofnana þar sem það var innt eftir mati á inra starfsumhverfi stofnunar sinnar. Svör fengust frá ríflega 11.000 starfsmönnum og var svarhlutfall um 55 prósent.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Efstu stofnanir í flokki stórra stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri voru Reykjalundur og Ríkisskattstjóri, og FS, líkt og áður sagði. Hjá meðalstórum stofnunum, með 20 til 49 starfsmenn, voru Menntskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Einkaleyfastofan efst. Hjá minni stofnunum með færri en 20 starfsmenn voru Persónuvernd, Hljóðbókasafn Íslands og Geislavarnir ríkisins efst. 

Nánar má lesa um niðurstöður könnuninnar hér

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25