RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Föstudagur 15. september 2000 kl. 16:08

Fjölbrautaskóli Suðurnesja stækkar

Undirbúningur að stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja er hafinn. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur skipað Sigurð Jónsson, sveitarstjóra Gerðahrepps, og Björk Guðjónsdóttur, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, í nefnd sem á að fjalla um þessi mál fyrir hönd SSS. Menntamálaráðuneytið hefur skipað í nefndina þá Hermann Jóhannesson,deildarstjóra eignardeildar og Karl Kristjánsson, deildarsérfræðing. Í samtali við VF sagði Sigurður Jónsson að hlutverk nefndar SSS yrði að vinna að frumathugun og tillögugerð varðandi stækkun F.S.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025