Fjölbrautaskóli Suðurnesja stækkar
Undirbúningur að stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja er hafinn. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur skipað Sigurð Jónsson, sveitarstjóra Gerðahrepps, og Björk Guðjónsdóttur, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, í nefnd sem á að fjalla um þessi mál fyrir hönd SSS.Menntamálaráðuneytið hefur skipað í nefndina þá Hermann Jóhannesson,deildarstjóra eignardeildar og Karl Kristjánsson, deildarsérfræðing.Í samtali við VF sagði Sigurður Jónsson að hlutverk nefndar SSS yrði að vinna að frumathugun og tillögugerð varðandi stækkun F.S.