Fjölbrautaskóli Suðurnesja í 2. sæti í vali á stofnun ársins
Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð í 2. sæti í vali á stofnun ársins en skólinn varð annar í fyrra í sömu könnun sem er ein sú stærsta á landinu og unnin í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Fjármála- og efnahagsráðuneytið. Valið er byggt á svörum tæplega 8 þús. starfsmanna hjá ríki og sjálfseignastofnunum sem starfa hjá 142 stofnunum. Skólinn hlaut einnig nafnbótina Fyrirmyndarstofnun og er ein þrettán ríkisstofnana sem fær þann titil. Þetta er þriðja árið í röð sem FS hljótum heitið Fyrirmyndarstofnun
Í könnuninni sem var gerð í ellefta skipti eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu, ímynd stofnunar og nú í fyrsta sinn jafnrétti. Starfsmenn svara ítarlegri könnun um alla þessa þætti og er val á Stofnun ársins byggt á þeim svörum.