Fjölbrautaskóli Suðurnesja fær styrk til þróunarverkefnis
Menntamálaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til þróunarverkefna í framhaldsskólum og til fullorðinsfræðslu á árinu 2002. Alls var sótt um styrki til 93 verkefna og samanlagðar fjárbeiðnir námu rúmlega 86 milljónum króna. Að fengnum tillögum nefndar sem metur umsóknir og gerir tillögur um úthlutun hefur menntamálaráðherra ákveðið að veita kr. 7.690.000.- til 43 verkefna. Þar á meðal fékk Fjölbrautaskóli Suðurnesja styrk fyrir verkefnið Nám nær og fjær upp á 800 þúsund krónur.