Fjölbrautaskólanemar setja upp söngleik
Leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Vox Arena, undirbýr um þessar mundir uppsetningu á söngleiknum Er tilgangur? eftir Júlíus Guðmundsson sem settur verður upp í vélasmiðjunni í 88Húsinu, menningarmiðstöð ungs fólks í Reykjanesbæ.
Söngleikurinn var settur upp í Félagsbíói fyrir 10 árum síðan. Júlíus samdi jafnframt alla tónlist í verkinu og sá hljómsveit hans Pandóra um flutninginn.
Leikstjóri er Jón Marinó Sigurðsson og verður sýningin með fjölbreytilegu ívafi en sem dæmi má nefna, sjöng, dans, sirkus og stomp. Alls taka um 40 nemendur þátt í sýningunni og hefur hópurinn unnið að því hörðum höndum að umbreyta vöruskemmunni í 88 Húsinu í háklassa leikhúss með gríðarstórri leikmynd og áhorfendapöllun fyrir meira en 100 manns.Frumsýning verður 11. febrúar.
Söngleikurinn var settur upp í Félagsbíói fyrir 10 árum síðan. Júlíus samdi jafnframt alla tónlist í verkinu og sá hljómsveit hans Pandóra um flutninginn.
Leikstjóri er Jón Marinó Sigurðsson og verður sýningin með fjölbreytilegu ívafi en sem dæmi má nefna, sjöng, dans, sirkus og stomp. Alls taka um 40 nemendur þátt í sýningunni og hefur hópurinn unnið að því hörðum höndum að umbreyta vöruskemmunni í 88 Húsinu í háklassa leikhúss með gríðarstórri leikmynd og áhorfendapöllun fyrir meira en 100 manns.Frumsýning verður 11. febrúar.