Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 4. janúar 2002 kl. 23:08

Fjölbraut byrjar á þriðjudaginn

Vorönn 2002 hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefst með því að stundatöflur verða afhentar nk. þriðjudag, 8. janúar Kennsla hefst svo miðvikudaginn 9. janúar samkvæmt sérstakri stundatöflu.Kennslu lýkur þá upp úr hádegi en nemendur eru hvattir til að nýta tímann til bókakaupa. Innritað verður í öldungadeild dagana 9., 10. og 11. janúar. Þeir sem hyggjast stunda nám í deildinni á önninni eru hvattir til að skrá sig á innritunardögunum. Ekki er hægt að kenna áfanga nema viss fjöldi skrái sig og er þá miðað við þann fjölda sem skráir sig á innritunardögunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024