Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 26. mars 2002 kl. 16:43

Fjögurra milljarða stálverksmiðja í Helguvík!

Samningar Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnasamlags Suðurnesja og Fjárfestingastofu Íslands við erlenda aðila um byggingu risavaxinnar stálverksmiðju sem mun kosta 4 milljarða í byggingu eru á lokastigi. Að sögn Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar er einungis eftir að semja um smáatriði við hina erlendu aðila.Um 200 starfsmenn munu vinna við hina nýju stálverksmiðju sem mun framleiða stálpípur og rör til gas- og háþrýstiiðnaðar, eingöngu til útflutnings. Um tuttugu mánuði mun taka að byggja verksmiðjuna. Ólafur segir að þessi erlendi aðili horfi aðallega til staðsetningar hafnarinnar í Helguvík og aðalatriði sé hafnsæknin auk annarra þátta eins og skattaumhverfis. Síðustu mánuði hefur verið unnið við kynningu á laga- og skattaumhverfi. „Það eru engin stór ágreiningsefni, einungis smáatriði eftir. Þessi aðili vill byrja eins fljótt á framkvæmdum og hægt er“, sagði Ólafur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024