Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir mannrán og þjófnað
Þriðjudagur 21. október 2008 kl. 15:54

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir mannrán og þjófnað

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega þrítugan Keflvíking í fjögurra mánaða fangelsi fyrir brot gegn frjálsræði, líkamsárás og innbrot en ákæran var í þremur liðum. Hinn ákærði á langan og skrautlegan sakaferil að baki.

Í fyrsta lið ákærunnar er manninum gefið að sök að hafa, í félagi við annan, numið mann á brott við Garðskagavita í febrúar á síðasta ári. Óku þeir með manninn til Sandgerðis þar sem hinn ákærði gekk í skrokk á honum. Því næst neyddu þeir manninn til þjófnaðar í verslun Samkaupa þaðan sem hann hafði á brott með sér 50 þúsund krónur úr peningaskáp. Maðurinn hlaut margvíslega áverka. 
Í öðrum lið ákærunnar er hinn ákærði sakfelldur fyrir þrenn þjófnaðarbrot, m.a. fyrir að hafa brotist inn í frystigáms Atlastaðafisks og stolið þaðan 170 kílóum af humri. Þriðji liður ákærunnar snýr að tveimur fíkniefnabrotum hins ákærða.

Hinn ákærði á að baki sakaferil allt til ársins 1997 og hefur verið dæmdur fyrir nytjastuld, ítrekaðan ölvunarakstur, akstur án ökuréttinda (sviptingarakstur), hraðakstur, og fíkniefnabrot.

Í niðurstöðu dómsins er hinum ákværða gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði auk þess að greiða Samkaup 50 þúsund króna bótakröfu með áföllnum vöxtun. Þá er honum gert að greiða sakarkostnað upp á 300 þúsund krónur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024