Fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás
Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að ganga harkalega í skrokk á 17 ára stúlku í Reykjanesbæ í fyrrasumar. Dómari segir að árásin hafi verið ófyrirleitin og harkaleg og vítaverð.
Ákærði neitaði sök og krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi, en til vara sýknu. Fyrir dómi bar hann við minnisleysi um atburðina vegna áfengisneyslu. Þótti hann ekkert hafa haft fram að færa sem taldist gæti í andstöðu við framburð stúlkunnar og reyndar kvaðst hann ekki draga í efa þann framburð hennar að hann hafi veist að henni og með atlögu sinni orðið valdur að þeim áverkum sem í ákæru greinir. Þótti dómara af því sem fram kom í málinu ekki varhugavert að telja sannað að hann hafi gerst sekur um árásina.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið stúlkuna, tekið hana kverkataki, sparkað í hana víðs vegar um líkamann, bitið hana, skallað hana í andlit og hrint henni. Hafi atlagan staðið í um 15 mínútur og hlaut hún margvíslega áverka af henni.
Auk refsingarinnar, sem ekki var bundin skilorði, var maðurinn dæmdur til að borga allan sakarkostnað, þar með talin 120.000 krónu málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, en frá þessu er greint á mbl.is.
Ákærði neitaði sök og krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi, en til vara sýknu. Fyrir dómi bar hann við minnisleysi um atburðina vegna áfengisneyslu. Þótti hann ekkert hafa haft fram að færa sem taldist gæti í andstöðu við framburð stúlkunnar og reyndar kvaðst hann ekki draga í efa þann framburð hennar að hann hafi veist að henni og með atlögu sinni orðið valdur að þeim áverkum sem í ákæru greinir. Þótti dómara af því sem fram kom í málinu ekki varhugavert að telja sannað að hann hafi gerst sekur um árásina.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið stúlkuna, tekið hana kverkataki, sparkað í hana víðs vegar um líkamann, bitið hana, skallað hana í andlit og hrint henni. Hafi atlagan staðið í um 15 mínútur og hlaut hún margvíslega áverka af henni.
Auk refsingarinnar, sem ekki var bundin skilorði, var maðurinn dæmdur til að borga allan sakarkostnað, þar með talin 120.000 krónu málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, en frá þessu er greint á mbl.is.