Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun
Föstudagur 15. október 2010 kl. 15:11

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun


29 ára gamall karlmaður í Reykjanesbæ var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir kannabisræktun. Hann var í febrúar á þessu ári handtekinn þegar 110 kannabisplöntur fundust á íverustað hans. Þótti dómara augljóst að með ræktuninni hafi það verið markmið ákærða að stunda sölu og dreifingu á kannabis og þótti því skilorðsbinding refsingarinnar ekki koma til greina.
Ákærðu sætti upptöku á kannabisplöntum, fíkniefnum ásamt gróðurhúsalömpum og loftræstikerfi sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði var jafnframt gert að greiða 169 þúsund krónur í sakarkostnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024