Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjögurra bíla árekstur á Njarðarbraut
Föstudagur 9. desember 2005 kl. 00:16

Fjögurra bíla árekstur á Njarðarbraut

Fjögurra bíla árekstur varð á Njarðarbraut síðdegis í dag. Bílarnir sem voru allir á leið inn í Keflavík lentu hver aftan á öðrum við gatnamótin inn að Samkaupum og KFC.

Blessunarlega urðu engin alvarleg slys á fólki, en tveir kenndu sér meiðsla og fór annar þeirra á HSS til skoðunar.

Áreksturinn var nokkuð harður og þurfti að draga þrjár bifreiðanna burt af vettvangi og eru tvær þeirra jafnvel alveg ónýtar.

Ekki er ljóst hvað olli árekstrinum, en aðstæður voru ekki hinar bestu í dag, hvassviðri, myrkur og rigning.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024