Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjögur útköll á sólarhring hjá Þorbirni
Fimmtudagur 10. júní 2010 kl. 08:42

Fjögur útköll á sólarhring hjá Þorbirni

Mikið var að gera hjá björgunarsveitarmönnum í Grindavík í gærdag og þá aðallega vegna strandveiðibáta. Á þriðjudagsmorgun kom útkall vegna báts sem var vélarvana suðaustur af Grindavík. Það var þó fljótlega afturkallað þar sem að nærstaddur bátur gat aðstoðað hann.

Upp úr klukkan þrjú var aftur kallað út vegna sömu báta en þá var báturinn sem var að draga hinn að verða olíulaus rétt fyrir utan Grindavík og var þeim báðum komið til hjálpar af björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni.

Í fyrrakvöld fór björgunarsveitin svo út á Krísuvíkurbjarg og bjargaði þar rollum sem höfðu komið sér í sjálfheldu. Undir hádegi í gær var enn og aftur kallað út, nú vegna tveggja vélarvana báta við Reykjanestá, nánast á sama stað. Hraðbjörgunarbáturinn Árni í Tungu var sendur af stað ásamt björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni og þar sem báðir bátarnir voru frekar litlir var ákveðið að Árni í Tungu skyldi draga annan bátinn í land en Oddur V. dró hinn. Upp úr klukkan þrjú í dag voru svo allir komnir í land aftur, heilir á húfi.

Frétt af www.grindavík.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024