Fjögur umferðaróhöpp í gær
Fjögur minniháttar umferðaróhöpp urðu á Suðurnesjum í gær og í nótt. Á dagvaktinni urðu tvö umferðaróhöpp í Grindavík, annað á Ásabraut og hitt við Esso bensínstöðina og tvö umferðaróhöpp urðu á Reykjanesbraut á næturvaktinni. Engin meiðsli urðu á fólki.
Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir of mikinn hraða á Grindavíkurvegi. Sá er hraðar ók var mældur á 115 km hraða.
Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir of mikinn hraða á Grindavíkurvegi. Sá er hraðar ók var mældur á 115 km hraða.