Fjögur göt á skrokki flutningaskipsins
Samkvæmt fyrstu skoðun kafara á skrokki flutningaskipsins, sem tók niðri í innsiglingunni til Grindavíkur í hádeginu, þá virðast vera fjögur lítil göt við vélarrúm skipsins. Engin hætta er talin vera á olíuleka frá skipinu.






