Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjöður GK strandaði við Sandgerði
Miðvikudagur 9. júní 2010 kl. 21:55

Fjöður GK strandaði við Sandgerði

Björgunarsveitir voru ekki langt undan þegar Fjöður GK strandaði skammt sunnan við Norðurkot í Sandgerði síðdegis. Björgunarskip úr Sandgerði var á leiðinni til hafnar úr útkalli þegar tilkynnt var um strandaðan bát í fjöru skammt sunnan við Sandgerði. Björgunarsveitarmönnum var litið út um hliðarglugga og sáu þá hinn strandaða bát í fjörunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einn maður var á bátnum sem strandaði og gekk hann þurrum fótum í land. Fjaran er stórgrýtt á þeim slóðum sem báturinn strandaði, en strandstaðurinn sjálfur er nokkuð sléttur. Aðeins eru um 100 metrar frá strandstaðnum og upp á þjóðveginn um Stafnes.


Reynt verður að ná bátnum úr seint í kvöld eða nótt. Ekki er vitað um ástæður strandsins.

Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Aðeins sést í loftnetin á bátnum frá þjóðveginum.