Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjársjóðsleit við fyrstu skólfustungu
Mánudagur 10. apríl 2006 kl. 09:24

Fjársjóðsleit við fyrstu skólfustungu

Þau Ívar Þór Þórðarson og Birgitta Ýr Sigurðardóttir, 5 ára leikskólanemar í Holti í Innri Njarðvík tóku á föstudag fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla í Tjarnahverfi, Akurseli, með því að grafa niður á litla fjársjóðskistla í jörðu.

Í kistlunum var bréf frá bæjarstjóra þar sem þeim var þökkuð aðstoðin ásamt 2006 kr. í smámynt sem þau voru hvött til að ávaxta. Fjársjóðurinn er táknrænt merki þess að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hyggst, í samstarfi við starfsfólk og foreldra, kappkosta við að Akursel verði góður og þroskandi leikskóli sem haldi utan um dýrmætasta fjársjóðinn, sem eru börnin.

Akursel verður stærsti leikskóli Reykjanesbæjar alls 1110 m2 að stærð með 6 deildum og 140 börnum. Gert er ráð fyrir auknu rými á hvert barn eða 7,5 m² en til samanburðar er gert ráð fyrir 6 m² á barn í núverandi leikskólum bæjarins.

Akursel mun standa við Tjarnabraut 1 en Akurskóli stendur þar skammt frá við Tjarnabraut 5.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024