Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjármögnun stálpípuverksmiðjunnar stendur enn yfir
Fimmtudagur 4. mars 2004 kl. 11:01

Fjármögnun stálpípuverksmiðjunnar stendur enn yfir

Fjármögnun International Pipe and Tube er í fullum gangi að því er fram kom í máli Árna Sigfússonar bæjarstjóra í kjölfar fyrirspurnar Guðbrands Einarssonar bæjarfulltrúa um hver staða Stálpípuverkefnisins væri.
Bæjarstjóri sagði að Íslenskar bankastofnanir væru að skoða nýjar upplýsingar frá IPT og fyrirtækinu Cornell sem sér um fjármögnun verksmiðjunnar. Bæjarstjóri sagði forsvarsmenn IPT tala mjög jákvætt um verkefnið og að hann byggist við að fjármögnunarvinnan tæki nokkrar vikur í viðbót.
Guðbrandur velti þeirri spurningu upp hvort erlendir fjárfestar teldu verksmiðjuna slæman fjárfestingakost í ljósi þess að forsvarsmenn IPT eigi í viðræðum við íslenskar lánastofnanir. Bæjarstjóri sagði að aðkoma íslenskra lánastofnana væri nauðsynleg verkefninu, en hann teldi ólíklegt að þær myndu fjármagna verkefnið án aðkomu erlendra lánastofnana.

Myndin: Framtíðarskipulag Helguvíkursvæðisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024