Fjármögnun Stálpípuverksmiðju í Helguvík lokið
Fjármögnun Stálpípuverksmiðjunnar í Helguvík er lokið. Þetta upplýsti Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, á fundi um sameiningarmál í Stapa í kvöld. Árni sagðist þó alveg rólegur í málinu, en aðstandendur Stálpípuverksmiðjunnar hafa frest til áramóta til að skila inn lokauppgjöri á fjármögnuninni og leggja fram framkvæmdaáætlun.
Í fundi atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar nýverið kom fram erindi Connell Finance Company þar sem staðfest er að enn er unnið að fjármögnun stálpípuverksmiðju í samstarfi við Fortis-bankann í Belgíu og framleiðanda tækjabúnaðar í verksmiðjuna, World Ace Indurstries, dótturfyrirtækis Huyndai Motors. Einnig var þar lagt fram bréf Barry Bernsten hjá IPT þar sem óskað er eftir 6 mánaða framlengingu á rétti á lóð í Helguvík.
Fram kom hjá framkvæmdastjóra Atvinnu- og hafnaráðs á fundi ráðsins nýlega að fyrirhuguð lóð fyrir IPT hefur ekki áhrif á athuganir vegna lóðar undir álver í Helguvík. Lóð IPT er 4 hektarar að stærð á 180 hektara svæði í Helguvík.
Frá undirritun samninga um byggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík, sem fram fór á Ránni þann 24. maí árið 2002. Á myndinni eru Ellert Eiríksson, þáverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Barry Bernsten forstjóri IPT og Pétur Jóhansson hafnarstjóri sem skrifuðu undir.
Í fundi atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar nýverið kom fram erindi Connell Finance Company þar sem staðfest er að enn er unnið að fjármögnun stálpípuverksmiðju í samstarfi við Fortis-bankann í Belgíu og framleiðanda tækjabúnaðar í verksmiðjuna, World Ace Indurstries, dótturfyrirtækis Huyndai Motors. Einnig var þar lagt fram bréf Barry Bernsten hjá IPT þar sem óskað er eftir 6 mánaða framlengingu á rétti á lóð í Helguvík.
Fram kom hjá framkvæmdastjóra Atvinnu- og hafnaráðs á fundi ráðsins nýlega að fyrirhuguð lóð fyrir IPT hefur ekki áhrif á athuganir vegna lóðar undir álver í Helguvík. Lóð IPT er 4 hektarar að stærð á 180 hektara svæði í Helguvík.
Frá undirritun samninga um byggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík, sem fram fór á Ránni þann 24. maí árið 2002. Á myndinni eru Ellert Eiríksson, þáverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Barry Bernsten forstjóri IPT og Pétur Jóhansson hafnarstjóri sem skrifuðu undir.