Fjármögnun á björgun Guðrúnar Gísladóttur KE í höfn
Björgun Guðrúnar Gísladóttur KE á nú að geta farið á fullt að nýju eftir að gengið hefur verið frá fjármögnun verkefnisins. Bankastofnun hefur sent staðfestingar til Noregs þess efnis að björgunaraðilar skipsins, sem kallast Project GG KE 15, hafi allar þær tryggingar sem beðið hafi verið um. Víkurfréttir fengu þetta staðfest hjá talsmanni verkefnisins hér heima á Íslandi nú eftir hádegið.Norsk stjórnvöld eiga tilbúinn samning við björgunarfyrirtækið Riise Underwater Engineering, sem aðeins er eftir að undirrita. Íshús Njarðvíkur var með samning við sama fyrirtæki en varð að hætta við hann vegna fjárskorts. Fulltrúar Riise eru á staðnum þar sem Guðrún Gísladóttir sökk og ljóst að þeir eiga eftir að sjá um björgunina, en sennilega fyrir norsk stjórnvöld, segir í Ríkisútvarpinu í morgun.
Stein Inge Riise, fulltrúi norska fyrirtækisins, lítur svo á að Íslendingarnir hafi hvorki leyst úr fjárhagslegum né tæknilegum atriðum á fullnægjandi hátt þannig að þótt trygging fyrir fjármagni komi fram á síðustu stundu þá sé ekki víst að það dugi til að fyrirtæki hans semji að nýju við Íshús Njarðvíkur.
Talsmaður Project GG KE 15 sagði að félagið sé með fleiri járn í eldinum en björgunarfyrirtæki Riise. "Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að geta hafið björgunaraðgerðir strax," sagði talsmaðurinn í samtali við Víkurfréttir.
Stein Inge Riise, fulltrúi norska fyrirtækisins, lítur svo á að Íslendingarnir hafi hvorki leyst úr fjárhagslegum né tæknilegum atriðum á fullnægjandi hátt þannig að þótt trygging fyrir fjármagni komi fram á síðustu stundu þá sé ekki víst að það dugi til að fyrirtæki hans semji að nýju við Íshús Njarðvíkur.
Talsmaður Project GG KE 15 sagði að félagið sé með fleiri járn í eldinum en björgunarfyrirtæki Riise. "Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að geta hafið björgunaraðgerðir strax," sagði talsmaðurinn í samtali við Víkurfréttir.