Fjármálastofnanir eiga 4,7% fasteigna á Suðurnesjum
Í lok september síðastliðins áttu Íbúðalánasjóður, bankar og eignarhaldsfélög í þeirra eigu 462 íbúðir á Suðurnesjunum. Þetta eru 18,6% af öllum íbúðum í eigu þeirra. Alls eru 4,7% allra íbúða á Suðurnesjum í eigu lánafyrirtækja. Á Suðurnesjum búa 6,6% landsmanna. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabanka Íslands sem birt voru fyrir helgi.
Af þessum íbúðum í eigu fjármálastofnana eru 62 í byggingu, 115 í útleigu og 285 fullbúnar íbúðir sem ekki eru í útleigu.