Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjármagn til að hraða framkvæmdum álvers í Helguvík þegar tryggt
Þriðjudagur 7. október 2008 kl. 14:56

Fjármagn til að hraða framkvæmdum álvers í Helguvík þegar tryggt

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framkvæmdir við álver Norðuráls Helguvík ganga samkvæmt áætlun en um helgina var auglýst eftir framkvæmdastjórum til starfa.

Öll leyfi fyrir álverið eru í höfn en það fékk úthlutað losunarheimildum 30. september sl.  Þær heimildir duga til vegna framleiðslu á 50.000 tonnum af áli árið 2010 og 150.000 tonnum árin 2011 og 2012.

Fyrstu undirstöður að kerskála álvers voru steyptar 12. september sl. og hafa undirbúningsframkvæmdir við jarðvinnu, vegalagningu og aðra aðstöðusköpun á svæðinu staðið yfir frá því í mars á þessu ári.

Fyrir liggur að rekstur 1. áfanga hefst haustið 2010 en hraði næsta áfanga ræðst af vilja og getu orkufyrirtækja til að  útvega frekari orku. Norðuráli virðist ekkert að vanbúnaði en fyrirtækið hefur fyrir þó nokkru  tryggt fjármagn í alla framkvæmdina.

Áætlað er að haustið 2010  starfi um 300 manns hjá Norðuráli Helguvík sf. Þegar álverið nær 250 þús. tonna afköstum verður starfsmannafjöldi 400 manns og að auki skapast tengd störf í samfélaginu fyrir 6-700 manns til viðbótar. Útflutningsverðmæti mun þá nálgast 80 milljarða kr. ári! og efnahagsáhrif framkvæmdanna eru talin vera á 3. hundrað milljarðar króna í fjárfestingu inn í landið.