Fjarlægja annan hvern staur við Reykjanesbraut
Vegagerðin vinnur nú að því að fjarlægja annan hvern ljósastaur við Reykjanesbraut en slökkt hefur verið á þeim undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verða ljósastaurar við gatnamót ekki fjarlægðir. Þá hefur verið ákveðið byrja á því næsta sumar að skipta út þeim staurum sem eftir verða og setja upp aðra betri, vottaða staura.