Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjárhagslega geta Magma verði metin
Föstudagur 21. maí 2010 kl. 08:56

Fjárhagslega geta Magma verði metin


Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ mun láta meta fjárhagslega getu Magma Energy og hvort áhætta bæjarsjóðs aukist við það að Magma taki yfir greiðslu á 6,3 milljarða skuldabréfi sem bærinn á og Geysir Green Energy gaf út þegar fyrirtækið keypti hlut bæjarins í HS Orku. Þetta segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í samtali við Fréttablaðið í dag.

Komið hefur fram bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ þurfa að taka afstöðu til þess hvort lánið verði framlengt til Magma Energy. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir öllum megi ljóst vera að Magma sé mun sterkari bakhjarl en GGE eftir bankahrunið.


Sjá nánar frétt á visir.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024