Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2014-2017 samþykkt
Miðvikudagur 4. desember 2013 kl. 13:55

Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2014-2017 samþykkt

Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar 2014-2017 var samþykkt samhljóða við síðari umræðu í bæjarstjórn í gærkvöldi. Hún er unnin sameiginlega af öllum framboðum í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar líkt og áætlanir síðustu ára.

Markmið hafa náðst
Fram kemur í bókun, sem öll framboð í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar gerðu sameiginlega við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, að leiðarljós bæjarstjórnar þetta kjörtímabil hafi verið að standa vel að þjónustu við bæjarbúa, stuðla að fjölskylduvænu samfélagi og takast á sama tíma á við þungar skuldbindingar og bæta reksturinn. Það sé mat þeirra sem sitji í bæjarstjórn að markmiðin hafi náðst og beri fjárhagsáætlun 2014-2017 þess merki. 



Ókeypis hafragrautur fyrir nemendur
Þá segir einnig að fellt sé niður viðbótarálag á fasteignaskatt frá og með næstu áramótum, forvarnastyrkur til íþrótta-, tónlistar-, og frístundastarfs barna og unglinga hækkar og getur numið allt að 27 þúsund krónum á ári fyrir hvert barn. Niðurgreiðslur foreldra vegna þjónustu dagmæðra hækki í 29.400 kr. á mánuði. Lögð veri aukin áhersla á almenna lýðheilsu, einkum meðal yngstu og elstu kynslóðanna, með því að standa fyrir áhugaverðri og uppbyggjandi dagskrá. Þá mun nemendum grunnskólans standa til boða, án endurgjalds, hafragrautur áður en kennsla hefst á morgnana frá áramótum og að minnsta kosti fram til vors. 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hækkanir í takt við verðlag
Þá sé gert ráð fyrir að ljúka við fráveitulögn meðfram Sjávarbraut og frárennslið verði leitt í nýja lögn að útrásinni við Norðurgarð hafnarinnar. Stefna beri að því að ljúka endanlega fráveituframkvæmdum á næstu árum. 



Einnig segir að hækkanir á gjaldskrám í takt við verðlag séu óhjákvæmilegar. Þannig hækki gjaldskrá að jafnaði um 3,9% frá 1. janúar. Rekstrarniðurstaða og aðrar lykiltölur fjárhagsáætlunar séu í samræmi við 10 ára áætlun sem unnin var á árinu 2013. Útlit er fyrir að jafnvægi í rekstri náist á árinu 2017 og að á árinu 2021 verði skuldahlutfall vel innan við 150%. 



Fjölgun íbúa
Þá aé íbúaþróun jákvæð og íbúum hafi fjölgað lítillega á árinu 2013 en hafi árin á undan eða frá 2008 fækkað. Einnig hafi verulega dregið úr atvinnuleysi í bænum og mældist það 5,7% í október en var yfir 18% þegar það mældist hæst á árinu 2008. 



Í lok bókunarinnar er yfirlýsing þess efnis að allt samfélagið hafi lagt sitt af mörkum við það að koma rekstri Sandgerðisbæjar til betri vegar og vilji bæjarfulltrúar færa bæjarbúum þakkir. Auk þess vilji bæjarfulltrúar koma á framfæri þakklæti til bæjarstjóra sem og annarra starfsmanna bæjarfélagsins fyrir mikla og góða vinnu í tengslum við fjárhagsáætlunargerðina.

Bókunin samþykkja eftirtalin:



Ólafur Þór Ólafsson
, Sigursveinn B. Jónsson
, Guðrún Arthúrsdóttir
, Helgi Haraldsson, 
Guðmundur Skúlason, 
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir og 
Ottó Þormar.