Fjárhagsáætlun Sandgerðis: Miklum fjármunum varið í gatnagerð
Minnihlutinn í bæjarstjórn Sandgerðis telur að þeim fjármunum sem verja á til að taka í notkun húsnæði Sólheima undir leikskóla hefði verið betur varið til uppbyggingar nýs leikskóla. Þetta er á meðal þeirra athugasemda sem minnihlutinn gerir við nýsamþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir nýhafið ár.
Gatnagerð er nokkuð áberandi í þeim fjárfestingum sem reiknað er með í fjárhagsáætluninni en 40 milljónum verður varið til hennar í Hólahverfi, 10 milljónir fara í gangstéttir við Bogabraut og Lækjarmót og reiknað er með öðrum 10 milljónum í ófyrirséðar viðbætur. Þá fara 87 milljónir í ógreidda gatnagerð frá fyrra ári. Auk þess er reiknað með 10 milljónum króna í endurnýjun Strandgötunnar og 13 milljónir fara í aðra gatnagerð, m.a. við Sjávargötu.
Til leikaskóla verður varið 12, 5 milljónum. Þá er ráðgert að taka upp samstarf við Fasteign ehf um stækkun íþróttamiðstöðvar. Minnihlutinn telur það ekki góða ráðstöfun né heldur að verja eigi fjármunum að taka Sólheima 1 – 3 undir leikskóla. Þeim peningum sé betur varið í uppbyggingu nýs leikskóla á nýjum stað sem býður upp á stækkun í framtíðinni og taki mið af þróun byggðar í Sandgerði.
Gatnagerð er nokkuð áberandi í þeim fjárfestingum sem reiknað er með í fjárhagsáætluninni en 40 milljónum verður varið til hennar í Hólahverfi, 10 milljónir fara í gangstéttir við Bogabraut og Lækjarmót og reiknað er með öðrum 10 milljónum í ófyrirséðar viðbætur. Þá fara 87 milljónir í ógreidda gatnagerð frá fyrra ári. Auk þess er reiknað með 10 milljónum króna í endurnýjun Strandgötunnar og 13 milljónir fara í aðra gatnagerð, m.a. við Sjávargötu.
Til leikaskóla verður varið 12, 5 milljónum. Þá er ráðgert að taka upp samstarf við Fasteign ehf um stækkun íþróttamiðstöðvar. Minnihlutinn telur það ekki góða ráðstöfun né heldur að verja eigi fjármunum að taka Sólheima 1 – 3 undir leikskóla. Þeim peningum sé betur varið í uppbyggingu nýs leikskóla á nýjum stað sem býður upp á stækkun í framtíðinni og taki mið af þróun byggðar í Sandgerði.