Fjárhagsáætlun Sandgerðis: Auknar heildartekjur og óbreytt útsvar
Reiknað er með heildartekjur Sandgerðisbæjar aukist um 14,4% á næsta fjárhagsári. Hins vegar er gert ráð fyrir hækkun heildarútgjalda um 9%. Reiknað er með að rekstarniðurstaðan verði jákvæð um tæpar 19 milljónir. Þetta kemur fram í helstu niðurstöðum fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár, sem teknar hafa verið til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Áætlað er að heildartekjur samstæðunnar verði tæpar 956 milljónir en voru 836 milljónir á fyrra fjárhagsári. Hækkunin nemur því um 14,4%.
Heildarútgjöld eru áætluð rúmar 876 milljónir og þar af reiknaðar afskriftir tæpar 57,7 milljónir. Hækkun heildarútgjalda nemur um 9%.
Gert er ráð fyrir batnandi niðurstöðu án fjármangsliða frá því að vera 31,6 milljón króna í tæpar 80 milljónir, samanborið við árið á undan.
Rekstarniðurstaðan verður því jákvæð um rúma 18,6 milljónir gangi áætlunin eftir.
Í eignfærða fjárfestingu verður varið 251.5 milljónum króna og 130.8 milljónir fara í afborganir lána og vexti. Tekin langtímalán verða 155 milljónir og seldar verða eignir fyrir 55 milljónir.
Skatttekjur eru áætlaðar um 627.9 milljónir nettó í samanburði við 563.3 milljæonir nettó í fjárhagsáætlun 2006.
Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á óbreytt útsvar og ræðst sú ákvörðun fyrst og síðast af þeirri vissu að framlegð bæjarsjóðs sé viðunandi á árinu 2007 þrátt fyrir mikla aukningu í þjónustu við bæjarbúa, segir í fundargerð bæjarstjórnar.
Áætlað er að heildartekjur samstæðunnar verði tæpar 956 milljónir en voru 836 milljónir á fyrra fjárhagsári. Hækkunin nemur því um 14,4%.
Heildarútgjöld eru áætluð rúmar 876 milljónir og þar af reiknaðar afskriftir tæpar 57,7 milljónir. Hækkun heildarútgjalda nemur um 9%.
Gert er ráð fyrir batnandi niðurstöðu án fjármangsliða frá því að vera 31,6 milljón króna í tæpar 80 milljónir, samanborið við árið á undan.
Rekstarniðurstaðan verður því jákvæð um rúma 18,6 milljónir gangi áætlunin eftir.
Í eignfærða fjárfestingu verður varið 251.5 milljónum króna og 130.8 milljónir fara í afborganir lána og vexti. Tekin langtímalán verða 155 milljónir og seldar verða eignir fyrir 55 milljónir.
Skatttekjur eru áætlaðar um 627.9 milljónir nettó í samanburði við 563.3 milljæonir nettó í fjárhagsáætlun 2006.
Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á óbreytt útsvar og ræðst sú ákvörðun fyrst og síðast af þeirri vissu að framlegð bæjarsjóðs sé viðunandi á árinu 2007 þrátt fyrir mikla aukningu í þjónustu við bæjarbúa, segir í fundargerð bæjarstjórnar.