Fjárhagsáætlun RNB: Reiknað með 806 milljóna halla á samstæðu
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar gerir ráð fyrir að rekstarafgangur bæjarsjóðs nemi rúmum 47 milljónum króna en halli á samstæðu verði um 806 mkr. Rekstarhalli fyrir fjármagnsliði, að teknu tillliti til reiknaðra liða nemur um 153 mkr. Skuldir á hvern íbúa eru áætlaðar 985 þúsund krónur og eignir á hvern íbúa eru áætlaðar 1639 þúsund krónur.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í fjárhagsáætlun bæjarins 2010 sem lögð var fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku.
Fræðslu- og uppeldismál eru sem fyrr langstærsti málaflokkurinn en útgjöld til hans nema 54% af heildarútgjöldum allra málaflokka. Fjárhagsrammi Fræðslusviðs fyrir árið verður hátt í 3 milljarðar.
Útsvarsprósenta fyrir árið 2010 verður 13,38% óbreytt frá árinu 2009. Álagningarprósentur verða óbreyttar. Reiknað er með útsvarstekjur verði rúmir 4,7 milljarðar króna og heildarskatttekjur verði rúmir 5,6 milljarðar.
Rekstargjöld bæjarsjóðs eru áætluð tæpir 7,9 milljarðar, sem er 5% lækkun milli ára. Áætlað er að launakostnaður bæjarsjóðs hækki um 3% og verði rúmir 3,3 milljarðar króna.