Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar samþykkt
Gert er ráð fyrir 127 milljóna króna neikvæðri rekstrarniðurstöðu í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2004, en fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gær með atkvæðum sjálfstæðismanna.Jóhann Geirdal, Ólafur Thordersen og Kjartan Már Kjartansson sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, en Sveindís Valdimarsdóttir og Guðbrandur Einarsson greiddu atkvæði á móti. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ kemur fram að neikvæð rekstrarniðurstaða komi fyrst og fremst til vegna mikilla framkvæmda við uppbyggingu hafnarsvæðis og framkvæmda í Helguvík. Heildartekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 4,2 milljarðar. Þá er gert ráð fyrir að heildarskuldir bæjarsjóðs lækki um 136 milljónir króna á milli ára.
Hreinar skuldir Reykjanesbæjar og fyrirtækja hans hafa lækkað um 1.249 milljónir kr. frá árinu 2000 miðað við framlagða áætlun.
Gert er ráð fyrir að skuldir bæjarsjóðs á hvern íbúa hafi lækkað frá árinu 2000 um 34% og eru áætlaðar 348 þúsund kr. á íbúa í lok árs 2004 en verða 360 þúsund kr. í lok árs 2003. Gert er ráð fyrir að skuldir samstæðunnar hafi hækkað um 1% á fimm ára tímabili og verði 643 þús kr. á íbúa árið 2004 en eru 650 þúsund kr. í árslok 2003.
Í tilkynningu frá Reykjanesbæ er yfirlit yfir helstu verkefni Reykjanesbæjar fyrir árið 2004:
Atvinnu- og hafnasvið Reykjanesbæjar 2004
Atvinnusvið:
1. Unnið að undirbúningi reksturs stálpípugerðar ITP í Helguvík, varðandi verk-menntun starfsmanna ofl.
2. Áfram verður unnið við ýmis atvinnuþróunarverkefni m.a. tengd iðnaðarverk-efnum í Helguvík, sértækum verkefnum við Njarðvíkurhöfn, uppbyggingu á ferðaþjónustu, eflingu háskólatengdrar starfsemi og heilbrigðisþjónustu.
3. Markaðssetning atvinnutækifæra í Reykjanesbæ.
Hafnasvið:
4. Markaðssetning iðnaðarsvæðis Helguvíkur sem hefst með kynningu á nýju deiliskipulagi í Helguvík í febrúar – mars 2004.
5. Framkvæmdum ÍAV við lóð IPT ásamt sjóvörnum í Keflavík og Njarðvík og yfirborðsfrágangi við Ægisgötusvæði lýkur sumarið 2004
6. Lýsingu á götunum Selvík og Berghólabraut í Helguvík verður framhaldið á árinu 2004. Malbikun Berghólabrautar.
7. Malbikun tengivegs við lóð IPT og holræsagerð hjá IPT og Síldarvinnslunni fer fram vorið 2004 samhliða framkvæmdum IPT við byggingu verksmiðj-unnar
8. Lenging stálþilsviðlegukants um 110m og dýpkun 12m við kantinn verður ráðist í á árinu 2004, þó ekki fyrr en framkvæmdir hefjast við byggingu verk-smiðjuhúss IPT.
9. Olíubirgðastöð í Helguvík. Könnun á rekstrarformi til framtíðar.
Fræðslusvið Reykjanesbæjar 2004
Húsnæðis- og umhverfismál
10. Stækkun Leikskólans Holt tekin í notkun í janúar n.k.
11. Framkvæmdir hefjast við nýjan skóla í Innri-Njarðvík.
12. Undirbúningur að stækkun Holtaskóla.
13. Undirbúningur byggingar nýs leikskóla.
14. Hugað sérstaklega að bættu umferðaröryggi í grennd við grunnskóla bæjarins
Starfsmannamál
15. Áfram unnið að því að fjölga réttindakennurum í leik- og grunnskólum með kynningum í kennaramenntunarstofnunum og með fjarnámi.
16. Áfram verður lögð áhersla á að sem flest endurmenntunarnámskeið og fræðslufundir fyrir leik- og grunnskólakennara verði í heimabyggð og að tilboð séu í samræmi við endurmenntunaráætlanir viðkomandi stofnana og áherslu fræðsluskrifstofu.
17. Stefnt er að áframhaldi á námskeiðum fyrir ófaglærða starfsmenn leik- og grunnskóla, skólaliða í samvinnu við MSS og stéttarfélög.
18. Kynningu á bænum sem æskilegum búsetukosti haldið áfram
Þróunar- og umbótaverkefni
19. Lestrarmenning í Reykjanesbæ heldur áfram á öðru starfsári. Námskeið, kynn-ingar, umræða, greiningar.
20. Haldin verða námskeið í uppeldistækni, SOS-hjálp fyrir foreldra. Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur leiðir starfið
21. Áfram unnið að rannsóknarverkefninu Hugur og Heilsa, forvörn gegn þung-lyndi.
22. Umbætur í stærðfræðikennslu. Holtaskóli er nú að vinna að umbótum á sviði stærðfræðikennslu. Áhugi á að víkka þá starfsemi út til annarra skóla.
23. Frístundaskóli, þróaður áfram. Fyrstu mánuðirnir lofa góðu.
24. Olveusarverkefnið gegn einelti heldur áfram.
25. Heiðurslistar birtir
26. Speglun við vinaskóla, reynt verður að þróa áfram samstarf við vinaskóla með það fyrir augum að styrkja faglega stöðu grunnskóla.
27. Bráðger börn. 15 börn sóttu námskeið fyrir bráðger börn á haustönn til Há-skóla Íslands.
28. Áfram unnið að betri tengingu leik- og grunnskóla.
29. Verkefnið Tónlist fyrir alla áfram innan grunnskólanna.
30. Samstarf Fræðsluskrifstofu og Heilbrigðisstofnunar eflt áfram á sviði grein-inga og ráðgjafar til ungra foreldra.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar 2004
Leiðarljós starfsársins 2004 er: “Ábyrgur einstaklingur, hamingjusamur einstaklingur”
31. Stuðningur við unga viðskiptavini til að efla sjálfstæði þeirra og ábyrgð á eigin lífi.
32. Stuðningur við fólk með geðraskanir og aðstandendur. M.a. verði, í samstarfi við Svæðisskrifstofu og Sjálfsbjörgu, sett á laggirnar athvarf.
33. Teknar verði upp sérstakar húsaleigubætur á árinu eða með öðrum hætti stuðlað að því að mæta leigutökum sem lægstar tekjur hafa.
34. Í samstarfi við HSS verði hafin skipuleg athugun á þjónustuþörf aldraðra.
35. Þjónustusel aldraðra – (verkefni á framtíðarsýn 2002 – 2006)
36. Hópastarf með börnum og unglingum – forvarnarlegt gildi
37. Forvarnarverkefninu “Foreldrar eru besta forvörnin” verði haldið áfram í sam-starfi við FFGÍR.
38. Hugur og heilsa, samstarfsverkefni við FRÆ um rannsóknir á líðan barna í 9. bekk.
39. Fjölskyldustefna – innleiðing og framkvæmd stefnunnar.
40. Stefnt að samþykkt og innleiðingu stefnu í málefnum innflytjenda
41. Reykjanesbær taki að sér móttöku hælisleitenda í samstarfi við dómsmálaráðuneytið.
Menningar- íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar 2004
Íþróttamál
42. Áframhaldandi stuðningur við innra starf.
43. Samstarfssamningar við íþróttafélög.
44. Undirbúningur að byggingu 50m innilaugar.
45. Lokafrágangur Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur.
46. Félagsaðstaða aðalstjórnar og deilda UMFN í Íþróttamiðstöðinni.
47. Viðræður við knattspyrnudeildir o.fl. um nýtt keppnis- og æfingasvæði.
48. Áframhaldandi stuðningur við skotdeild (500 þús. næstu 3 ár)
49. Nýr framkvæmdasamningur við hestamannafélagið Mána.
50. Áframhald á norrænum vinabæjasamskiptum á sviði íþrótta
Æskulýðs- forvarnar- og tómstundamál
51. Efling ungmennastarfs innan 88 Hússins
52. Færsla Fjörheima í Hafnargötu 88.
53. Festa Frístundaskólann í sessi.
54. Samstarfssamningar við tómstundafélög.
55. Áframhaldandi samþætting tómstundastarfs yngri og eldri borgara.
56. Frístundahelgi með virkri þátttöku sem flestra klúbba og félaga.
57. Leita lausna vegna inniaðstöðu fyrir hjólabretta- og línuskautaiðkendur.
58. Lagðar fram tillögur að samþykktum Forvarnarsjóðs og Tómstundasjóðs.
59. Kynning á Forvarnarstefnu Reykjanesbæjar og teymisvinna sett af stað.
60. Endurskoðun á starfsemi Vinnuskóla.
Menningar- og safnamál
61. Samstarfssamningar við menningarfélög. (sbr. 3ja ára samningar í gildi)
62. Áframhaldandi uppbygging Duus-húsa.
63. Lausn og samræming á safnageymslum.
64. Útbúin safnastefna allra safna.
65. Gera öll söfnin aðgengileg á vefnum.
66. Ljósanótt....enn öflugri en áður. Gerð handbókar, öryggisáætlunar og samþætting.
Upplýsinga- og ferðamál
67. Enn frekari efling upplýsingamiðstöðvar Reykjaness.
68. Samningar við Ferðamálaráð o.fl. um endurbætur á fjölförnum ferðamannastöðum.
69. Frekari þróun á upplýsingavef.
70. Viðhorfskannanir meðal bæjarbúa.
71. Aukin samráð/samvinna við samtökin Betri bær og Ferðamálasamtök Suðurnesja
72. Útgáfa á blaðinu Sumar í Reykjanesbæ 2004.
73. Þátttaka í samræmingu og gerð upplýsingarita um svæðið.
74. Áframhaldandi kynningarstarf á Víkingaheimi og framtíðarhugmyndum á Fitjasvæði.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar 2004
75. Íbúavefur. Unnið verður að innsetningu ferðavefs inn í íbúavefinn. Frekari innsláttur gagna s.s. árleg framkvæmdaáætlun, fornleifaskráning, tenging húsa og lóða
76. Landupplýsingakerfi. Aukið samstarf við Hitaveitu Suðurnesja og aðrar stofn-anir til að mynda gagnabanka fyrir svæðið í heild sinni.
77. Staðardagskrá 21. Uppfærsla og endurskoðun á lokastigi
78. Framlagning Umhverfisstefnu Reykjanesbæjar
79. Gæðahandbók USK.
80. Kynning á rammaskipulagi fyrir Reykjanesbæ
81. Lokið við gerð og auglýsingu deiliskipulags:
· Innri-Njarðvík
· Ægisgatan
· Svæðið fyrir ofan Njarðvíkurhöfn
· Endurskoðun hluta Grænássvæðis
· Hlíðarhverfi (lokið)
· Bergið
· Svæðið milli Njarðarbrautar og Vallarbrautar að Flugvallarvegi
82. Hafnargatan, lok framkvæmda
83. Áframhaldandi endurbætur á innkomum í bæinn
84. Endurhönnun Njarðarbrautar
85. Ástandsskráning á göngustígum, gangstéttum, götum og umhverfi.
86. Helstu nýframkvæmdir ársins í gatnagerð: Nýtt byggingasvæði í Innri- Njarðvík, Bolafótur og Flugvallarvegur í samvinnu við Vegagerð auk ýmissa viðhaldsverkefna í eldri hverfum. Frágangur við Ægisgötu í samstarfi við Reykjaneshöfn.
87. Umferðastýring
Umhverfi Holta-, Myllu- og Fjölbrautarskóla verður gert að 30 km. svæði.